fbpx

IÐUNN vetrarsæng 135cmx200cm

kr.28,900 Fees not included

IÐUNN er vetrarsæng sem er náttúrulegur kostur fyrir heilnæman svefn. Sængin er létt og viðheldur þægilegu og réttu rakastigi. IÐUNN er með lofthólf á milli ullarlaga til að halda léttleika. Íslenska ullin er sérstök vegna öndunareiginleika hennar og hversu temprandi hún er. Hentar vel fyrir þá sem kjósa náttúrulegar og sjálfbærar vörur. Ólíklegt er að ullin valdi ofnæmi. Oftast er nóg að viðra sængina. Sængina er hægt að nota allan ársins hring. Sængin uppfyllir OEKO TEX 100 staðalinn.

Lopidraumur vörurnar eru framleiddar á umhverfisvænan hátt með lágt kolefnisspor.

Vörunúmer: 5000-0020 Category:

Hvað gerist ef þér er of heitt ?
Rannsóknir sýna að ullarvörur bæta svefninn. Ullartrefjarnar í sængunum eru kembdar þannig að meira loftrými myndast milli þráðanna sem gefur einstaka einangrun. Ullin býr yfir þeim eiginleikum að geta dregið í sig raka, allt að 30% af eigin þyngd. Ullin flytur því hita og raka frá líkamanum og viðheldur þægilegu hitastigi.

Gott að vita
100% íslensk ull
100% bómull
Létt og andar vel
Umhverfisvæn
Engin kemísk efni
Sjálfbærni
OEKO TEX 100 vottuð

Tæknilegar upplýsingar
Stærð                       135 x 200 cm
Heildarþyngd         2,2 kg
Þyngd fyllingar      1,4 kg
Fylling                     100% Íslensk ull
Áklæði                     100% Bómull – Batiste, 200 þræðir
12+ Tog                   (Einangrun)
Sængina má þvo í vél á 40°C á ullarkerfi eða fyrir viðkvæman þvott
Má setja í þurrkara á lágan hita
Scroll to Top