Íslenska sauðkindin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Stofninn hefur haldist einangraður í gegnum aldirnar og er einstakur.
Á Íslandi eru 400-500 þúsund fjár og meðalbú með 200-300 kindur. Mikið og öflugt eftirlit er með velferð sauðfjár á Íslandi. Féð gengur ekki auðveldlega úr reyfinu og því er rúningur mikilvægur hluti af velferð þeirra. Flestir velja að rýja tvisvar á ári, að hausti og vori.
Íslenska sauðkindin heitir Ovis aries borealis á latínu.