fbpx

Lopidraumur

Lopidraumur er ný vörulína hjá Ístex hf.

Okkar markmið er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull fyrir alla þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Ístex kaupir ullina beint frá bændum og er hún þvegin á þvottastöð Ístex á Blönduósi. Bændur eiga 80% hlut að Ístex. Ullin er vottuð samkvæmt OEKO-TEX 100 staðli.

Nánar um Ístex

Íslenska sauðkindin

Íslenska sauðkindin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Stofninn er einstakur og hefur haldist einangraður í gegnum aldirnar. Það eru 400-500 þúsund kindur á Íslandi og meðalbú er með 200-300 kindur.

Mikið og öflugt eftirlit er með velferð sauðfjár á Íslandi. Féið gengur ekki úr reyfinu og því er rúningur mikilvægur hluti af velferð kinda. Rúningur fer oftast fram tvisvar á ári, að hausti og vori.

Íslenska ullin

Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og óreglulega liðað.  Það verndar féið gegn kulda. Togið er lengra, slétt og harðgert. Það veitir vörn gegn vatni og vindum. Þegar tog og þel er unnið saman verður til hinn einstaki Lopi sem Lopidraumur sækir styrk sinn í.

Ullin hefur þann eiginleika að halda einstöku raka- og hitajafnvægi. Þessi öndunareiginleiki leggur grunninn að þægilegum svefni.

 

Scroll to Top