Skilmálar
Afgreiðsla pantana
Lopidraumur býður uppá fría heimsendingu af vörum sem eru pantaðar í vefverslun. Vörurnar eru sendar með Íslandspósti eða með Dropp heim að dyrum, nema annað sé tekið fram. Pantanir eru afgreiddar innan tveggja virkra daga, ef varan er ekki til látum við þig vita eins fljótt og auðið er.
Vöruskil
Skilafrestur hjá Lopidraumur eru 14 dagar frá afhendingu, að því gefnu að varan er ónotuð og í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi. Til þess að skila vöru þarf að senda hana til Ístex, Völuteigur 6, 270 Mosfellsbær, Ísland. Sendingarkostnaðurinn leggst á viðskiptavin og er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur. Lopidraumur endurgreiðir vöruna strax þegar henni hefur verið skilað.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisauka og kvittanir eru gefnar út með virðisauka.
Greiðsla
Hægt er að greiða með kreditkortum; VISA, Mastercard Maestro og American Express. Pöntun er ekki staðfest fyrr en greiðsla er innt af hendi.
Verð
Lopidraumur.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Verðið á pöntunarstaðfestingu er það verð sem gildir þegar pöntun á sér stað.
Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni www.lopidraumur.is og hefur enginn nema eigandi vefsins aðgang að þeim. Í engum tilvikum eru persónuupplýsingar afhentar þriðja aðila. Við kaup á vöru eða þjónustu veitir viðskiptavinur www.lopidraumur.is samþykki sitt fyrir að fyrirtækið safni og vinni úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Lopidraumur.is mun ekki undir neinum kringumstæðum geyma neinar kreditkortaupplýsingar kaupanda, þar sem kaupandi fer sjálfkrafa inná örugga greiðslusíðu Borgunar til að klára kaupin. Aðgangur þinn og notkun á www.lopidraumur.is er háð skilmálum og skilyrðum sem koma fram í þessari tilkynningu um lagaleg atriði.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr.96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr.50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr.96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.
Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Neytendasamtökin.
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur lopidraumur@istex.is Spurningum er svarað eins fljótt og mögulegt er.
Ístex hf
Völuteigur 6
270 Mosfellsbær
ICELAND
SSN: 561091-1109
VAT-no: 31150